Meðferð persónuupplýsinga
Þakefnasala Íslands ehf. (4903211870) (hér eftir nefnt Þakefnasala Íslands) hefur sett sér stefnu varðandi meðferð persónuupplýsinga til að tryggja að félagið fari eftir lögum um persónuvernd og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna. Starfsmenn okkar eru skuldbundnir til að fara með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og fá reglulega þjálfun í gagnavernd og gagnaöryggi auk þess sem kerfin okkar eru stillt á þannig að gögnin eru örugg. Hér á eftir útskýrum við hvernig við verndum gögnin þín og hvaða þýðingu það hefur fyrir þig.

Vefmælingar
Þakefnasala Íslands notar Google Analytics til vefmælinga á vef sínum. Við hverja komu inn á vefinn okkar eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir o.fl. Engar tilraunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upplýsingar um hverja komu eða tengja saman við persónugreinanlegar upplýsingar.

Áframsending persónugreinanlegra gagna til þriðja aðila
Þakefnasala Íslands deila ekki persónugreinanlegum gögnum um þig til þriðja aðila. Við skuldbindum okkur til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og munum ekki miðla á nokkurn hátt upplýsingum sem skráðar hafa verið í ofangreindum tilgangi til þriðja aðila án þín samþykkis eða í kjölfar dómsúrskurðar. Með notkun okkar á Google Analytics sendum við hins vegar frá okkur ópersónugreinanleg aðgangsgögn, þ.e. hvenær síðan var heimsótt, hversu lengi og hvaðan og þess háttar er greint fyrir tölulegar upplýsingar. Þetta notum við svo til að betrumbæta vefinn okkar.

Afturköllunarréttur
Þú hefur rétt á að afturkalla samþykki þitt fyrir notkun Þakefnasala Íslands á persónuupplýsingum þínum. Þú getur hvenær sem er farið fram á að Þakefnasala Íslands breyti, hætti að nota eða eyði persónugreinanlegum gögnum um þig.

Vinsamlegast athugaðu að réttindi þín gætu verið takmörkuð í samræmi við gildandi lög og reglur. Hafðu samband við Þakefnasala Íslands eða lögaðila ef þú vilt frekari upplýsingar um réttindi þín í samhengi við persónuvernd.

Breytingar á reglum
Þakefnasala Íslands ehf. getur breytt þessum reglum hvenær sem er. Við munum tilkynna þér um stórar breytingar á þessum reglum, sem gætu haft veruleg áhrif á réttindi þín sem persónu. Hins vegar er ráðlagt að þú endurkynntir þér reglurnar reglulega, til að halda þér uppfærðum um nýjar breytingar eða uppfærslur.

Hlekkir
Vefsíðurnar okkar geta innihaldið hlekki á aðrar vefsíður. Þótt við gerum okkar ítrasta til að athuga þessa beinu hlekki, berum við ekki ábyrgð á efni vefsíðanna sem við hlekkjum á. Að auki berum við enga ábyrgð á efni vefsíðna sem hlekkja á vefsíðu Þakefnasala Íslands.

SSL skilríki
Vefur Þakefnasala Íslands er með SSL skilríki til að gera samskipti og gagnaflutning í gegnum þá öruggari. SSL skilríki veita vörn fyrir svokölluðum „millimannsárásum“, en með þeim geta óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum síðuna, eins og t.d. lykilorð eða greiðslu- og bankaupplýsingar. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar, og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað, á öruggan máta.

Nánari upplýsingar
Vonandi hafa þessar upplýsingar hjálpað þér að skilja tilganginn með vafrakökum. Eins og áður var nefnt, stundum eru aðstæður við skoðun á vefnum með þeim hætti að þú ert ekki viss um hvort þú þarft á viðkomandi upplýsingum að halda eða ekki – þá er betra að aftengja ekki vafrakökur því þær gætu tengst efni sem þú átt eftir að skoða. Með aftengdar vafrakökur gæti skoðun á vefsvæðinu orðið fátæklegri eða erfiðari en ella. Þakefnasala Íslands áskilur sér rétt til að breyta þessum reglum um gagnavernd hvenær sem er í samræmi við ákvæði gagnaverndarlaga. Við breytingu þá þarft þú að samþykkja skilmálana aftur.

Ef þú vilt nánari upplýsingar um vafrakökur er best að hafa samband við okkur.