Þakefnasala Íslands verður á Verk og Vit 2024

Verk og Vit 2024 daganna 18.-21. apríl.
June 20, 2024
Deila frétt

Þakefnasala Íslands verður á Verk ogVit 2024 í Laugadalshöll 18.-21. apríl.

Þakefnasala Íslands verður á stórsýningunni Verk og Vit daganna 18.-21. apríl í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Sýningin Verk og Vit verður haldin í sjötta sinn og er þetta annað skiptið sem Þakefnasala Íslands tekur þátt í sýningunni, en fyrsta skiptið var árið 2022. Starfsfólk Þakefnasölunnar verður með kynningu á nýjum vörum sem eru til sölu í verslun okkar, Drangahrauni 4.
Á föstudeginum, 19. apríl og laugardeginum, 20. apríl verða fulltrúar frá fyrirtækinu POLYGLASS á sýningunni að kynna vörur og notkun á þakpappa sem fyrirtækið framleiðir og Þakefnasala Íslands selur.

Verk og Vit er frábær vettvangur til að kynna og sjá allt það nýjasta í byggingariðnaði, mannvirkjagerð, skipulagsmálum og þjónustufyrirtækjum á Íslandi, kynna sér spennandi vörur og þjónustu fyrir fagaðila og áhugasamt fólk. Sýningin er ætluð til að auka vitund almennings, kynna aukna þekkingu og tækni nýjungir og menntastofnanir. Við hvetjum sem flesta áhugasama að mæta og kynna sér vörur og þjónustu Þakefnasölu Íslands í bás G5. 

Verslun okkar verður opin frá 7:30 til 17:00 fimmtudag, 18. apríl og föstudag, 19. apríl. Einnig er hægt að hafa samband við Halldór í síma 837-0303 og Steinunni í síma 850-4757 eða senda fyrirspurnir á thakefnasala@thakefnasala.is.