Risasending frá Polyglass komin í hús
POLYLASTIC SENDING KOMIN Í HÚS!

Vorum að klára að taka upp risasendingu frá Polyglass! Fylltum á lagerinn af Polylastic - efninu sem hefur slegið hressilega í gegn í sumar. Eigum nú til hvítan, gráan, brúnan og svartan í 20 kg fötum og gráan og svartan í 5 kg fötum. Fengum Polydetail í 600ml pylsum, sem var uppselt, Butylstrip í 100mm breidd, sem einnig var uppselt, sjálflímandi yfirpappa og rauðan ábræddan yfirpappa.
Nú er tækifærið til að ná sér í Polylastic og vatnsverja þakið, svalirnir, tröppurnar eða stéttina fyrir veturinn!