Er þakið klárt fyrir veturinn?

Haustið er að koma og mikilvægt að ganga úr skugga um að þakið sé klárt fyrir veturinn.
August 25, 2025
Deila frétt

Eins og hendi væri veifað eru skólarnir aftur komnir á fullt, laufin farin að skipta um lit og september handan við hornið. Það er að koma haust og tími tilað fara að huga að þakinu fyrir veturinn. Við vitum alveg hvað íslenskur vetur býður okkur uppá og því ekki seinna vænna en að ganga úr skugga um að ekkert leki fyrir það sem koma skal. Hér í þessari grein ætlum við að fara yfir nokkur atriði fyrir veturinn.

Hausttilboð á þakpappa

Til að fagna komu haustsins þá bjóðum við nú sérstök hausttilboð á tjörupappa og er afslátturinn á bilinu 20-30%. Þar má t.d. nefna 30% afslátt af sjálflímandi tjörupappa. Hafið samband við sölumenn okkar til að vita meira um hausttilboðið okkar.

Þéttiefni - Polydetail, Polylastic og Butylstrip

Polylastic hefur algjörlega slegið í gegn í sumar og við höfum vart undan að panta meira. Nú er enn ein sendingin á leiðinni til landsins og það er stærsta sendingin til þessa. Frábært efni til að vatnsverja svalir og þök en einnig til að mála á stéttar og tröppur þar sem áferðin er þannig að þú minnkar möguleikann á hálku.

Polydetail er annað þéttiefni sem hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu þrátt fyrir að við séum búin að vera með í sölu í langan tíma. Fleiri og fleiri eru að átta sig á þessu snilldarefni sem fæst í 290ml túpum, 600ml pylsum og 5kg fötum. Stórkostleg binding við flest yfirborð og frábært til að stoppa leka.

Butylstrip er þéttiborði með álfilmu sem hefur einnig mikla viðloðun við ýmis efni. Fæst í 50mm og 100mm breiddum með 10m á hverri rúllu. Viðgerðir á t.d. þakgluggum sem leka.

Laufsíur

Laufsíurnar okkar frá Polyglass eru alltaf vinsælar á þessum árstíma enda er hönnunin, gæðin og verðið alveg frábært. Sama lága verðið og undanfarin ár, aðeins 990 kr./stk. Passar í 75 - 125mm.

Verslunin okkar að Drangahrauni 4 er opin alla virka daga frá kl. 7:30 - 17:00. Kíkið endilega við og fáið góð ráð fyrir veturinn.