Lagerstaðan á Polylastic

Vinsældir "Polylastic - Dúkur í dós" virðast bara vera að aukast nú þegar það er komin smá reynsla á notkun efnisins og þessir sem fyrstir prófuðu eru farnir að segja vinum og vandamönnum frá sinni reynslu. Hingað kom maður um daginn sem sagðist hafa lesið um efnið á spjallþræði á netinu þar sem verið var að dásama Polylastic.
Efnið hefur verið að rjúka út hjá okkur mun meira en við áttum von á og mun hraðar. Staðan er því þannig núna að hvítur, grár og svartur er uppseldur í 20kg fötum. Við eigum ennþá nóg til af svörtum og gráum í 5kg fötum og svo brúnan í 20kg fötum.
Verksmiðjan sem framleiðir Polylastic er í sumarfríi sem stendur og því er von á næstu sendingu í lok september. Við hvetjum alla sem hafa áhuga að hafa samband og forpanta þann lit sem þeir vilja og við höfum samband þegar efnið kemur í hús.
Við minnum líka á að nú höfum við bætt við lagerinn hjá okkur sérstökum styrkingardúk sem ætlaður er sem millilag og styrking fyrir Polylastic. Alls ekkert sem er nauðsynlegt að hafa en gott til að styrkja flötinn sem meðhöndlaður er enn frekar og lengja líftímann.
Það er opið hjá okkur í Drangahrauni 4 Hafnarfirði alla virka daga frá kl. 7:30 - 17:00. Heitt á könnunni og ráðgjöf í boði. Hlökkum til að sjá ykkur.