Nýtt á leiðinni

Nýja efnið, Polylastic, er búið að vera gríðarlega vinsælt og grái liturinn hjá okkur seldist upp áður en fyrsta sending komst til landsins. Nú er önnur sending á leiðinni ásamt einhverjum nýjungum en staðan er þannig að nánast öll næsta sending af gráum lit er seld nú þegar.
Við fáum gámana til okkar um miðja næstu viku og í þessum tveimur gámum eru 5kg og 20kg fötur af gráum lit, 20kg fötur af brúnum og 5kg fötur af svörtum. En það er líka að koma styrking fyrir Polylastic sem ætlað er að setja sem millilag á milli umferða til að styrkja efnið enn frekar og lengja líftíma þess. Efnið heitir Poliestere 60 og er 60gr/m2 Polyester dúkur.
Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig Poliestere 60 er notað sem styrkingar:
Einnig er hægt að nota Poliestere 60 sem léttan jarðvegsdúk.
Eins og áður segir þá er lítið eftir af 20kg fötunum af gráa litnum sem kemur í næstu viku og við hvetjum alla sem hafa áhuga að hafa samband og tryggja sér fötur áður en allt klárast. Hafið samband í síma 8504757, á netfangið thakefnasala@thakefnasala.is eða kíkið við í Drangahraun 4 og spjallið við sölumenn okkar.
Við fáum líka margar mismunandi þykktir af PIR einangrun með álfilmu. Við erum að fá 20mm, 30mm, 40mm, 50mm, 70mm og 100mm en takmarkað magn af hverri þykkt. Við höfum heyrt að 30mm PIR einangrun með álfilmu sé mest notuð í saunaklefa en PIR einangrun með álfilmu er einmitt fullkomin einangrun fyrir einmitt saunaklefa.